„Það er réttlæti í heiminum“

Freyja Haraldsdóttir segir niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar gegn Barnaverndarstofu …
Freyja Haraldsdóttir segir niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar gegn Barnaverndarstofu tryggja að fatlað fólk skuli ekki að vera fordæmt á grundvelli fötlunar og eigi að fá tækifæri til að fá sömu málsmeðferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er réttlæti í þessum heimi eftir allt saman,“ sagði stuðningskona Freyju Haraldsdóttur í Hæstarétti í morgun þegar dómurinn staðfesti dóm Landsréttar í máli Freyju gegn Barna­vernd­ar­stofu sem komst að því í mars að Freyju hafi verið mis­munað vegna fötl­un­ar. Fyrir fjórum árum hafnaði Barnavernd umsókn Freyju um leyfi til þess að taka barn í varanlegt fóstur. 

Þetta er frekar óraunverulegt núna. Þetta er búið að taka fimm ár,“ sagði Freyja í samtali við blaðamenn mbl.is eftir að niðurstaða Hæstaréttar var ljós. „Þetta er búið að taka alveg rosalega mikið á en þetta er ótrúlega góð niðurstaða og tryggir að fatlað fólk skuli ekki að vera fordæmt á grundvelli fötlunar og eigi að fá tækifæri til að fá sömu málsmeðferð,“ segir hún. 

Aðalmeðferð málsins fór fram í Hæstarétti á miðvikudag og var dómsalurinn þétt setinn, meðal annars af hópi kvenna sem klæddist bleikum bolum sem á stóð: „Ég er fötluð mamma.“ Gleðitár féllu í anddyri Hæstaréttar í morgun þegar niðurstaðan var ljós og fimmur voru gefnar á milli þess sem stuðningsfólk Freyju féllst í faðma. 

Freyja tekur undir þau orð að það sé réttlæti í þessum heimi. Við getum verið réttlát, stundum missir fólk vonina um það þegar eitthvað gengur svona illa og tekur svona langan tíma en það er réttlæti í heiminum, við sáum það í dag og það heldur áfram að gefa okkur von og kraft til að berjast áfram fyrir frekari hlutum það sem fatlað fólk er mjög jaðarsett í samfélaginu.

Stuðningskonur Freyju fögnuðu niðurstöðu Hæstaréttar í morgun.
Stuðningskonur Freyju fögnuðu niðurstöðu Hæstaréttar í morgun. mbl.is/Eggert

Þrjú dómsstig á tæpum tveimur árum

Þetta er í þriðja sinn sem Freyja lýkur aðalmeðferð í málinu en málið var fyrst tekið fyrir í héraðsdómi í júní 2018. Málið hófst hins vegar fyrir fimm árum þegar Freyja sótti um að verða fósturforeldri. Í umsóknarferlinu felst að sækja um leyfi til barnaverndar og hafnaði stofnunin umsókn Freyju um að taka barn í varanlegt fóstur árið 2015. 

Dómsmálið sem rekið var fyrir Hæstarétti eftir að Barnaverndarstofa áfrýjaði niðurstöðu Landsréttar snýst ekki um að umsókn Freyju um að verða fósturforeldri hafi verið hafnað heldur að hún eigi rétt á hefðbundnu matsferli áður en sú ákvörðun er tekin. 

Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við um­sókn sína um að ger­ast fóst­ur­for­eldri. Var henni m.a. neitað um að sækja nám­skeiðið Foster Pri­de sem er haldið á veg­um Barna­vernd­ar­stofu ætlað áhuga­söm­um fóst­ur­for­eldr­um, en um­sækj­end­um um að taka barn í fóst­ur er skylt að sækja slíkt áður en leyfi er veitt til að ger­ast var­an­legt fóst­ur­for­eldri. 

Næsta skref í máli Freyju er að sækja umrætt námskeið og segir hún það frekar flókið í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Næsta skref er að ég fái fullt mat og eðlilega málsmeðferð og þá verður lagt mat á mínar aðstæður og það kemur í ljós hvað kemur út úr því. Það er mikilvægt skref því að það sem hefur verið flókið í þessu máli er að Barnaverndarstofa hefur ekki haft nokkurn einasta áhuga á að kynnast mér og mínum högum,“ segir Freyja. 

„Scary“ að vera metin af fólki sem hefur hafnað manni

Hún segir verkefnið sem fram undan er krefjandi en hún treysti því að það verði unnið af fagmennsku. Það er mjög „scary“ að eiga að fara á námskeið og vera metin af fólki sem er búið að standa í þremur dómsölum og tala gegn mér en við þurfum bara að finna farveg fyrir það. Ég treysti því að Barnaverndarstofa hafi vanda og vísi til þess að líta í eigin barm og viðurkenna þessi mistök.

Ekki er ljóst hvenær matsferlið fer af stað á ný en Freyja er staðráðin í að halda ótrauð áfram. „Eins og staðan er núna veit ég ekki alveg hvernig við högum því en mig langar að verða fósturforeldri og það þýðir að ég verð að setja undir mig hausinn og halda áfram, hvað sem í því felst, það er það sem er börnunum fyrir bestu. Ég vil að þetta sé unnið faglega og af heilindum.

Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar frá því í mars sl., sem …
Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar frá því í mars sl., sem þýðir að Freyja á rétt á hefðbundnu matsferli varðandi umsókn sína um að verða fósturforeldri. mbl.is/Eggert

„Þetta snýst um hópinn minn“

Freyja treystir því að dómurinn sé fordæmisgefandi. Fatlað fólk hefur upplifað í gegnum tíðina, um allan heim, mjög gróft misrétti þegar kemur að því að stofna fjölskyldu. Það hefur verið í formi þvingana, þungunarrofs og afskipta barnaverndar sem eru oft ekki byggð á réttlátum rökum. Ég vona almennt að þessi dómur geri þá kröfu til þeirra sem starfa á þessu sviði, hvort sem það er í innan heilbrigðiskerfisins eða barnaverndar og félagsþjónustu, að virða rétt fatlaðs fólks. Það má alveg deila um það hvort það sé réttur fólks að eignast börn en það er samt réttur allra að fá sömu tækifæri til að láta á það reyna og það er kannski grundvallaratriðið.

Freyja segir það skrýtin tilfinning að málið sé komið á þetta stig eftir öll þessi ár. „Ég vona það af öllu hjarta að þessi dómur muni ekki bara vera til góðs fyrir mig heldur okkur öll. Þetta snýst um hópinn minn, hóp fatlaðra kvenna, foreldra og hóps fatlaðs fólks með NPA.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert