Hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts

Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit.
Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit. mbl.is/Árni Sæberg

Hjólbarðar eru langstærsta uppspretta örplasts hér á landi. Áætlað er að frá hjólbörðum berist árlega 160 til 230 tonn plastagna til sjávar.

Þetta er meðal niðurstaða skýrslu Sjávarlíftæknisetursins BioPol um örplast þar sem uppsprettur örplasts á Íslandi voru greindar. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og kynnt á málþingi í dag.

Í nágrannalöndum okkar eru hjólbarðar einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi, 6-43 tonn, síðan plast úr húsamálningu, 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn.

Þá má ráða af niðurstöðum skýrslunnar að 90% eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert