Má selja kirkjuhús?

Möðruvallakirkja
Möðruvallakirkja mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Í minni sókn eru fjórar kirkjur. Möðruvallakirkja er langstærst. Fjárhagur sókna er orðinn með þeim hætti að við veltum því fyrir okkur hvað eigi að gera við kirkjur sem ekki er brýn þörf fyrir,“ segir Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi og formaður sóknarnefndar Möðruvallaklausturssóknar.

Hann spurðist fyrir um það á fundi kirkjuráðs þar sem hann á sæti hvort ráðið hefði athugasemdir við það að sóknarnefndin seldi þrjár kirkjur.

Stefán segir í Morgunblaðinu í dag að fjórar sóknir hafi verið sameinaðar í eina. Allir sjái að það gangi ekki til langframa að 500 manna sókn reki fjórar kirkjur, sérstaklega þegar litið sé til þess að tekjur sóknanna hafi verið skertar um nærri helming. Þá hafi orðið breytingar í samfélaginu, meðal annars í samgöngum. Þannig taki það hann einungis um 10 mínútur að aka til Möðruvalla, en hann býr á jaðri sóknarinnar. Kirkjuferðin hjá þeim sem lengsta leið eigi að Möðruvöllum taki í mesta lagi 15-20 mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert