Einstakar myndir af kópum í Surtsey

Kóparnir kipptu sér ekki mikið upp við gestinn þótt framandi …
Kóparnir kipptu sér ekki mikið upp við gestinn þótt framandi væri. Ljósmynd/Daníel Freyr Jónsson

Í vikunni hélt fulltrúi Umhverfisstofnunar ásamt föruneyti út í Surtsey. Ferðin er merkileg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í áraraðir sem haldið er út í eyna utan árlegrar rannsóknarferðar yfir sumartímann. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem fór út í Surtsey, segir að tilefni ferðarinnar hafi verið bráðabirgðaviðgerð á skál í eynni en hann fór illa út úr hvassviðri á dögunum.

Sælir.
Sælir. Ljósmynd/Daníel Freyr Jónsson

Selir kæpa við norðurtanga Surtseyjar á haustin, en sem fyrr segir eru engar ferðar í eyjuna á þeim árstíma og því ár og dagar síðan einhver bar kópana síðast augum. Hvað þá náði af þeim myndum. Hvort tveggja gerði Daníel, sem veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta þær.

Ljósmynd/Daníel Freyr Jónsson
Ljósmynd/Daníel Freyr Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert