Kirkjuráð endursendir bréf séra Þóris

Kirkjuráð fundaði í dag og samþykkti að endursenda bréf séra …
Kirkjuráð fundaði í dag og samþykkti að endursenda bréf séra Þóris. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kirkjuráð samþykkti í dag að skila bréfi, sem séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur sendi kirkjuráði í september og ekki mátti opna fyrr en eftir andlát hans, aftur til Þóris.

„Kirkjuráð samþykkti að endursenda óopnað umslag séra Þóris Stephensen sem lagt var fram á síðasta fundi kirkjuráðs,“ segir í skriflegu svari samskiptastjóra Biskupsstofu til mbl.is.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í Kastljósi í vikunni að hún myndi vilja að bréfinu yrði skilað og að hún vissi ekki hvert innihald bréfsins væri.

Fyr­ir fjór­um árum játaði Þórir að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn ungri stúlku snemma á sjötta ára­tug síðustu ald­ar þegar hann var guðfræðinemi.

Árið 2015 var hald­inn sátta­fund­ur milli Þóris og kon­unn­ar þar sem hann baðst fyr­ir­gefn­ing­ar á því að hafa mis­notað hana. Agnes hélt þann fund. Fram til árs­ins 2018 sinnti Þórir hinum ýmsu embættis­verk­um inn­an kirkj­unn­ar eft­ir að hann lét form­lega af embætti. Það ár bað Agnes Þóri um að taka ekki að sér fleiri at­hafn­ir eða þjón­ustu. Þau voru sam­mála um það, að sögn Agnes­ar. 

mbl.is