Ríkisstjórnin styrkir þáttagerð

Fyrri þáttaröðin, Hvað höfum við gert? var sýnd á RÚV …
Fyrri þáttaröðin, Hvað höfum við gert? var sýnd á RÚV í vor. Nú stendur til að gera framhald. mbl.is/Hari

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að styrkja þáttaröðina Hvað getum við gert? um 10 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Í þáttunum verður sjónum beint að lausnum og nýsköpun í loftslagsmálum og ætlunin að leiðbeina fólki um aðgerðir sem grípa má til í baráttunni gegn loftslagsvánni. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm í samstarfi við Festu og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, en hún verður sýnd á RÚV.

Þættirnir eru framhald þáttanna Hvað höfum við gert sem var sýnd á RÚV í vor, en þar var ítarlega gerð grein fyrir áskorunum mannkyns í loftslagsmálum. Sú þáttaröð fékk einnig styrk úr sjóðum ríkisstjórnarinnar, 13 milljónir króna.

mbl.is