1.106 leitarbeiðnir vegna 291 ungmennis

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft yfirumsjón með leit að týndum ungmennum í fimm ár.

Guðmundur greinir frá því á Facebook-síðu sinni að frá því að hann tók við verkefninu hafa borist 1.106 leitarbeiðnir vegna ungmenna, 573 vegna stúlkna og 533 vegna pilta. Einstaklingarnir sem leitað hefur verið eru 291, þar af 138 piltar og 153 stúlkur.

Tvö ungmennanna látist eftir 18 ára aldur

„Tvö þeirra létust eftir að þau urðu 18 ára. Langflest þessara ungmenna hafa rétt sig af en því miður er það svo að á þeirri sekúndu sem þau verða 18 ára þá breytist ekkert hjá sumum þeirra, nema það að öryggisnet þeirra hverfur. Við getum gert betur.“

mbl.is