Opinberar álögur aukist mikið

Fiskur og franskar, Fish & Chips
Fiskur og franskar, Fish & Chips mbl.is/Styrmir Kári

Veitingastaðnum Icelandic Fish & Chips við Tryggvagötu var lokað í byrjun mánaðar. Tilkynnt var um lokunina með stuttri orðsendingu á Facebook-síðu staðarins og þar með lauk þrettán ára rekstrarsögu í miðborg Reykjavíkur.

Staðurinn naut frá upphafi vinsælda en sérstaða hans fólst í heilsusamlegu hráefni; fiskur var til að mynda steiktur í speltdeigi og reiddur fram með sérgerðum skyrsósum sem gerðar voru á staðnum.

Stofnandinn og einn eigenda, Erna Guðrún Kaaber, hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Hún segir að rekstrarumhverfi veitingastaða sé erfitt um þessar mundir. „Við höfum verið með sama verð á matseðlinum síðan 2015. Það hefur ekki verið neitt svigrúm til hækkana,“ segir Erna í umfjöllun um lokun veitingahússins í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum búin að vera að horfa á versnandi afkomu í einhverja mánuði. Sumarið var ansi lélegt, mun verra en við áttum von á. Það hefur nú oft verið þannig að sumarmánuðirnir hafa verið drýgri en hinir þó það hafi breyst mikið á undanförnum árum með vetrarferðamennskunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert