Hvítur, hvítur dagur fékk aðalverðlaun

Frá verðlaunaafhendingunni á Norrænum kvikmyndadögum í gær.
Frá verðlaunaafhendingunni á Norrænum kvikmyndadögum í gær. Ljósmynd/Olaf Mal © Nordische Filmtage Lübeck

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur vann í gærkvöldi til aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi, sem haldnir voru í 61. sinn. Ingvar E. Sigurðsson aðalleikari myndarinnar tók á móti verðlaununum.

Myndin fer í almenna dreifingu í kvikmyndahúsum í Þýskalandi þann 13.febrúar á næsta ári, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar.

Þar segir að mikill fjöldi norrænna kvikmynda hafi keppt um verðlaunin, þeirra á meðal Héraðið eftir Grím Hákonarson, Dronningen eftir May el-Toukhy (sem vann Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku), About Endlessness eftir Roy Andersson og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson.
Verðlaunaféð er 12.500 evrur.

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni, The Interfilm Church Prize, ásamt verðlaunafé uppá 5.000 evrur.

Í tilkynningunni segir að nokkrar aðrar íslenskar myndir hafi hlotið hafa aðalverðlaun hátíðarinnar; Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson 2018, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson 2016, Vonarstræti eftir Baldvin Z 2014 og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson árið 1994.

mbl.is