Háteigsskóli og Árbæjarskóli í úrslit Skrekks

Spennan var rafmögnuð í Borgarleikhúsinu í kvöld á fyrsta undanúrslitakvöldi …
Spennan var rafmögnuð í Borgarleikhúsinu í kvöld á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háteigsskóli og Árbæjarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í kvöld.

Auk skólanna tveggja tóku fulltrúar Hólabrekkuskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Norðlingaskóla, Rimaskóla og Ölduselsskóla þátt á undanúrslitakvöldinu í Borgarleikhúsinu í kvöld, sem er það fyrsta af þremur. Seinni undanúrslitakvöldin tvö fara fram á morgun og miðvikudag.

Háteigsskóli tryggði sér sæti á lokakvöldi Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og …
Háteigsskóli tryggði sér sæti á lokakvöldi Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í kvöld. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Samtals 24 grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember. 

Undanúrslitakvöldin verða sýnd í vefútsendingu á UngRÚV en lokahátíðin verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Yfir 600 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.

Atriði Árbæjarskóla heillaði dómnefnd og verður skólinn meðal átta grunnskóla …
Atriði Árbæjarskóla heillaði dómnefnd og verður skólinn meðal átta grunnskóla borgarinnar sem taka þátt í úrslitakvöldinu 11. nóvember. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Yfir 600 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla.
Yfir 600 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert