Meira svifryk en í Peking

Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík.
Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Alls eyðast um fjögur bíldekk upp á sólarhring í Hvalfjarðargöngunum. Samsvarar það um 12 lítrum af dekkjagúmmísliti, eða um 13.800 grömmum.

Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Gísla Guðmundssonar, jarðfræðings hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var síðastliðinn föstudag.

Þar kynnti Gísli niðurstöður rannsóknar á svifryki sem safnað var úr Hvalfjarðargöngum frá 17. janúar 2017 til 13. júní 2018.

Uppruna svifryksins má að mestu rekja til fylliefna í malbiki en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gísli augljóst að nagladekk eigi stóran þátt í magni svifryks í Hvalfjarðargöngunum enda mun meira svifryk í göngunum að vetrarlagi en sumarlagi. Hlutur dekkjaslits í uppruna svifryks er verulegur, að mati Gísla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert