Of snemmt að falla frá skattaívilnunum

Tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli.
Tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli. mbl.is/​Hari

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir of snemmt að afnema virðisaukaskattsívilnanir á tengiltvinnbíla eins og fyrirhugað er í drögum fjármála- og efnahagsráðherra að frumvarpi til laga.

Tengiltvinnbílarnir séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota, en ívilnunin mun samkvæmt þessu falla niður 1. janúar 2021.

„Það tekur sinn tíma að ná sambærilegu drægi á rafbíla og tengiltvinnbíla og á meðan verða hinir kjörnu fulltrúar auðvitað að vera svolítið á tánum vegna þess að þetta er líka hluti af einhverjum markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun á koltvísýringi,“ segir Runólfur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »