Vinnutímamálin að leysast

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. mbl.is/​Hari

Kominn er skriður á viðræður fulltrúa BSRB og ríkisins um gerð nýs kjarasamnings. Fyrir liggja drög að samkomulagi um styttingu vinnuviku dagvinnufólks, en þá er eftir að ná niðurstöðu um sama efni fyrir vaktavinnufólk.

Sömu tillögur eru einnig til viðræðu við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Viðræður þessar fara fram hjá Ríkissáttasemjara og hafa staðið í hálft ár.

Margir í aðildarfélögum BSRB eru vaktavinnufólk og því þykir mikilvægt að ná samkomulagi um vinnutímamál, skv. því sem Árni Stefán Jóhannsson, formaður Sameykis, greinir frá á vef félagsins. Enn er eftir að ræða jöfnun launa á vinnumarkaði, sem einnig er sameiginlegt baráttumál aðildarfélaga BSRB og hluti af eldra og víðtækara samkomulagi á vinnumarkaði.

„Stytting vinnutíma hefur verið stór breyta í viðræðum BSRB-félaganna við ríkið. Nú er þar kominn grunnur að samkomulagi, en auðvitað hangir þetta saman við mörg fleiri atriði í samningagerðinni. Það er heilmikið eftir enn,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »