Segir brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð

Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand …
Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand konunnar. Ljósmynd/No Borders Iceland

„Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa [að þungaðri albanskri konu var vísað úr landi] og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu Rauða krossins vegna brotvísunar albanskrar fjölskyldu af landi brott í gær. 

Konan var komin tæplega 36. vikur á leið var vísað af landi brott ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára gömlum syni. Bent er á að hún hafi verið í áhættuhópi vegna fyrri meðgöngu og var í erfiðri stöðu sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. „Brottvísunin var í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. viku meðgöngu. Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar.“ Segir í tilkynningu. Fjölskyldan þurfti að taka þrjú flug til að komast aftur Albaníu sem tók alls um 19 klukkustundir. 

Einnig telur Rauði krossinn að meðferð á fjölskyldunni hafi ekki verið í samræmi við lög um útlendinga m.a. markmið þeirra að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda.  

Brotalöm er í kerfinu og verklagið þarf að laga hvort sem það er hjá Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóra eða ríkislögreglustjóra. Til að mynda þurfi heilbrigðisvottorð að taka af allan vafa um ástand viðkomandi. „Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar heilbrigðisgögn taka ekki af öll tvímæli um ástand viðkomandi eða eru ekki nógu skýr.“ Segir ennfremur í tilkynningu. 

Rauði krossinn vill að verklagi verði breytt.
Rauði krossinn vill að verklagi verði breytt.
mbl.is

Bloggað um fréttina