Eldur í bifreið við bensínstöð

Tilkynnt var um eld í bifreið við bensínstöð N1 við Hringbraut í Reykjavík klukkan 13:15 og var dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendur á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum sem blaðamaður mbl.is á staðnum fékk flækti það slökkvistarf að um væri að ræða tengiltvinnbíl með rafhlöðu. Bifreiðin er af gerðinni Volvo XC90.

Vel gekk engu að síður að slökkva eldinn og engin hætta var á ferðum fyrir aðrar bifreiðar eða bensínstöðina samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Þá urðu engin slys á fólki. Bifreiðin er illa farin eftir eldinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frá vettvangi við N1 við Hringbraut rétt í þessu.
Frá vettvangi við N1 við Hringbraut rétt í þessu. mbl.is/Stefán Einar
mbl.is/Stefán Einar
mbl.is/Stefán Einar
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert