Laugardalslaug lokað á mánudag

Laugardalslaug.
Laugardalslaug. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna tengingar hitaveitu í Vogahverfi, Laugarási og við Laugardal í Reykjavík mánudaginn 11. nóvember má reikna með að heitavatnsþrýstingur verði lágur og heitavatnslaust þar sem byggð stendur hærra. Laugardalslaug verður lokuð vegna vinnunnar og reikna má með að lokunin hafi áhrif á þjónustu á svæðinu. 

Afmörkun svæðisins sem fyrir áhrifum verður má sjá hér

Verið er að tengja nýja aðalæð hitaveitunnar við Elliðaárbrýr og flytur hún mestallt það vatn sem notað er í hverfinu. Til að minnka áhrifin á neytendur er vatni veitt inn í hverfin eftir öðrum leiðum. Þær eru þó ekki eins afkastamiklar og því má búast við lækkuðum þrýstingi og jafnvel heitavatnsleysi, einkum í þeim húsum sem hæst standa á Laugarásnum. Vinnan hefst með því að tæma lagnir á mánudagsmorgun klukkan 6:00 og vonast er til að hægt verði að hleypa á nýju lögnina klukkan 20:00 sama dag og mun taka einhverja klukkutíma að ná upp fullum þrýstingi á kerfið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert