Tryggingar vegna gróðurelda í ólagi

Mikið tjón getur orðið í gróðureldum.
Mikið tjón getur orðið í gróðureldum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Óskað hefur verið eftir því við umhverfisráðherra að skipaður verði starfshópur sem fái það verkefni að skilgreina gróðurelda sem náttúruvá og móta tillögur um skuldbindingu innviða samfélagsins gagnvart henni.

K. Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum í Skorradal og Trausti Jónsson veðurfræðingur benda á að þótt hætta á gróðureldum fari vaxandi séu samfélagsskuldbindingar gagnvart vánni algerlega í lausu lofti.

Ljóst sé að mannslíf séu í húfi og efnislegt tjón gæti numið hundruðum til þúsunda milljóna í einstaka atburðum. Þau benda sérstaklega á að tryggingakerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við vandann. Til að mynda sé hlutverk Náttúruhamfaratryggingar Íslands ekki skilgreint í þessu efni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert