Gjaldþrota kaupfélag átti fé í banka

Kaupfélag Norður-Þingeyinga var með höfuðstöðvar á Kópaskeri.
Kaupfélag Norður-Þingeyinga var með höfuðstöðvar á Kópaskeri. mbl.is/Rúnar Þór.

Skipti á þrotabúi Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri hafa verið tekin upp, heilum 24 árum eftir að skiptunum lauk. Tilefni endurupptökunnar var að inneign búsins að fjárhæð kr. 1.952.461 fannst á bankareikningi í Arion banka.

Var héraðsdómi tilkynnt um inneignina í síðasta mánuði og ákvað hann að skiptin yrðu endurupptekin. Skiptastjóri var skipaður Ingvar Þóroddsson, lögmaður á Akureyri. Hefur hann boðað til skiptafundar 15. nóvember næstkomandi.

Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu boðar Ingvar að hann muni á fundinum leggja til að ljúka skiptunum með því að greiða framangreinda fjárhæð í ríkissjóð, að frádregnum kostnaði við endurupptöku skiptanna.

Ingvar segir að peningarnir hafi komið af skuldabréfi sem var til innheimtu í bankanum um áraraðir. Ógjörningur sé að skipta upphæðinni milli kröfuhafa eftir svona langan tíma, enda séu sum félaganna sem kröfur áttu í búið ekki lengur til. Stærstu kröfuhafarnir voru Samvinnubankinn, sem er ekki lengur til, og ríkissjóður, sem nú fær peningana í kassann.

Kaupfélag Norður-Þingeyingavar stofnað 1894. Á seinni hluta síðustu aldar þyngdist reksturinn. Var félagið tekið til gjaldþrotaskipta árið 1990. Skiptum lauk 1995. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert