Hvítbláinn gamli með hakakrossi

Hvítbláinn með hakakrossi er til sölu á uppboðssíðu á netinu.
Hvítbláinn með hakakrossi er til sölu á uppboðssíðu á netinu.

„Ég hef aldrei séð eða heyrt af samsetningi sem þessum og þykir mér það í raun jaðra við helgispjöll að vega svo illa að skáldinu okkar góða,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til eintaks af hvítbláni sem Einar Benediktsson skáld hafði lagt til árið 1897 að yrði gerður að þjóðfána Íslands, sem nú er til sölu á erlendri uppboðssíðu. Ólíkt öðrum fánum skartar þessi stórum hakakrossi sem saumaður hefur verið á miðju hans. Í sölulýsingu kemur fram að fáninn tengist hreyfingu þjóðernissinna á Íslandi en hreyfing þessi var stofnuð 1933 að þýskri fyrirmynd. Hún leið undir lok nokkru áður en bandamenn lögðu hersveitir Þjóðverja í Evrópu.

Hrafn kynnti sér heim íslenskra þjóðernissinna ásamt bróður sínum er þeir unnu að bókinni Íslenskir nasistar. Hann segir þá bræður ekki hafa fundið neinar heimildir um að nasistar hafi flaggað hvítbláni með ásaumuðum hakakrossi.

„Þeir héldu úti sérstöku fánaliði, sem notaðist við hefðbundna nasistafána líkt og sjá mátti í Þýskalandi á þessum tíma, og álpuðust um allan bæ. Af þessu eru til margar myndir, þó ekki í lit, en við hefðum tekið eftir því ef þeir hefðu notað fána Einars hvítbláin á þennan hátt,“ segir hann.

Fáninn sagður „ansi dýr“

Magni Magnússon safnari segist ekkert vita um sögu umrædds fána. Hann segir fánann þó ansi dýran, en hann er á uppboðssíðunni metinn á 2.000 til 5.000 bandaríkjadali. Ekkert tilboð hafði í gær borist.

„Ef menn hafa mikinn áhuga á einhverri vöru og eru óðir safnarar, þá borga þeir bara og svelta sig á móti. Þetta er samt ansi dýrt þykir mér,“ segir Magni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »