Óslóartréð valið í lundi Norðmanna

Sævar Hreiðarsson skógarvörður fellir tíu metra hátt sitkagrenitré sem verður …
Sævar Hreiðarsson skógarvörður fellir tíu metra hátt sitkagrenitré sem verður torgtré. Myndin er tekin í Heiðmörk skammt frá minnisvarða um fyrsta skógræktarstjóra Íslendinga, Agnar Kofoed-Hansen. mbl.is/​Hari

Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur eru þessa dagana að fella um 1.500 jólatré í Heiðmörk og víðar. Auk þessara stofutrjáa verða felld um 25 torgtré, þar á meðal Óslóartréð, sem nú orðið kemur úr Heiðmörkinni, og annað sem fer til Þórshafnar í Færeyjum sem gjöf frá Reykvíkingum.

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir að velja þurfi á milli nokkurra kandídata í Heiðmörk sem komi til álita sem Óslóartréð á Austurvelli í ár, en það verður tekið úr landnemalundi Nordmannslagets í Heiðmörk. Tréð á Austurvelli var í áratugi gjöf frá Óslóarborg til Reykvíkinga og er enn oft kallað Óslóartréð. Frá upphafi skógræktarstarfs í Heiðmörk hafa Norðmenn stutt dyggilega við skógrækt á svæðinu, að sögn Helga.

Vinarhugur í verki

Norðmenn taka ekki lengur þátt í beinum kostnaði við tréð né uppsetningu þess en Helgi segir í Morgunblaðinu í dag, að Norðmenn hafi hins vegar sýnt vinarhug í verki með því að bjóða starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarinnar víðs vegar að af landinu til viku námskeiðs í skógarhöggi nýlega. Norðmenn hafi greitt allan kostnað á borð við uppihald, ferðir, mat og fræðslu. Óslóarborg og norska sendiráðið báru kostnað af námskeiðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert