Segja borgarstjóra fara með rangt mál

Dagur Eggertsson er sakaður um að halla réttu máli varðandi …
Dagur Eggertsson er sakaður um að halla réttu máli varðandi Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri, segir borgarstjóra ekki draga upp rétta mynd af skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.

Borgarstjóri láti ógert að nefna margvíslega fyrirvara sem gerðir séu við Hvassahraun sem flugvallarstæði, sem komi í veg fyrir að hægt sé að taka nú ákvörðun um byggingu flugvallar á þessum stað.

Tilefnið er viðtal við borgarstjóra í Morgunblaðinu um síðustu helgi. „Mér finnst borgarstjóri gera lítið úr getu Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar,“ segir Þorgeir í blaðinu í dag.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir það rangt hjá Degi borgarstjóra að Icelandair muni ekki geta notað Max-vélarnar á Reykjavíkurflugvelli. Það sé alvörumál að setja fram rangfærslur og afvegaleiða umræðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »