Burknagata opnar við Landspítala

Gatnamót og undirgöng Burknagötu við Snorrabraut verða opnuð á morgun, …
Gatnamót og undirgöng Burknagötu við Snorrabraut verða opnuð á morgun, laugardag. Ljósmynd/NLSH

Ný akstursleið, gatnamót og undirgöng, verða opnuð frá Snorrabraut inn á lóð Landspítala á morgun, laugardag. Heiti nýju götunnar er Burknagata.

Í tilkynningu frá Hringbrautarverkefninu, sem sér um byggingu nýs Landspítala, kemur fram að um er að ræða akstursleið á gatnamótum þar sem Gamla-Hringbrautin var upp við Snorrabraut.

Samhliða opnun götunnar verða opnuð undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir akstursleiðina. Einnig verða tekin í notkun nýmalbikuð bílastæði sunnan við undirgöngin og eru þau ætluð starfsmönnum og gestum Landspítala og Háskóla Íslands. Snjóbræðsla verður í undirgöngunum og á göngustígum í kring.

Meginaðgengi að byggingum Landspítala fyrir sjúklinga verður sem fyrr frá Barónsstíg og Eiríksgötu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert