Eldsvoði í Kópavogi

mbl.is/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um þrjú í nótt vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Kópavogi. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn en talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu.

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu þurfti að reykræsta húsnæðið en eldurinn kom upp í herbergi hússins. Íbúar höfðu náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki og forða sér út áður en slökkviliðið kom á vettvang. Engin slys urðu á fólki en íbúarnir fóru á bráðamóttöku Landsspítalans í öryggisskyni í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert