Flugritar vélarinnar komnir til Bretlands

Farþegaþotan var á leið til Keflavíkur frá Seattle í Bandaríkjunum.
Farþegaþotan var á leið til Keflavíkur frá Seattle í Bandaríkjunum. mbl.is/Júlíus

Flugritar farþegaþotu Icelandair sem lýsti yfir neyðarástandi vegna lágrar eldsneytisstöðu og lenti í kjölfarið á lokaðri flugbraut á Keflavíkurflugvelli eru komnir til Bretlands í rannsókn. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Flugatvik þetta er rannsakað sem alvarlegt, en það átti sér stað 28. október sl.

„Þeir eru farnir og vinna við að lesa af þeim hefst mjög fljótlega,“ segir Ragnar og bendir á að flugritarnir, sem innihalda samskipti flugmanna og aðrar mikilvægar flugupplýsingar, hafi verið sendir til Bretlands í gærmorgun. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert