Framkvæmdastjóri lækninga þurfi líka að víkja

Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar.
Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar. mbl.is/Þórunn Kristjánsdóttir

Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir að Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga þurfi að víkja úr starfi sínu. Fyrr muni læknar á stofnuninni ekki afturkalla uppsagnir sínar.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV, en greint var frá því fyrr í kvöld að Herdís Gunnardóttir, settur forstjóri Reykjalundar myndi láta af störfum í kjölfar þess að starfsstjórn yrði skipuð til þess að stýra stofnuninni tímabundið. Stjórn SÍBS hefur beðið Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skipa starfsstjórnina.

Haft var eftir Magdalenu í frétt RÚV að hún fagni því að SÍBS láti af stjórnun Reykjalundar með skipun starfsstjórnar. Það muni hins vegar ekki duga til þess að fá lækna til þess að afturkalla uppsagnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert