Gæsluvarðhald enn framlengt

Frá Mehamn.
Frá Mehamn.

Gæsluvarðhald yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem grunaður er um að hafa orðið Gísla Þór Þórarinssyni að bana við heimili þess síðarnefnda í þorpinu Mehamn í Finnmörku nyrst í Noregi undir lok apríl, hefur verið framlengt enn einu sinni, nú um fjórar vikur.

Ákæra hefur ekki verið gefin út í málinu en enn er stefnt að því að rétta í málinu á þessu ári. Kemur þetta fram í norska vefmiðlinum iFinnmark.

Gunnar Jóhann var handtekinn og yfirheyrður ásamt öðrum manni skömmu eftir að tilkynnt var um að Gísli Þór hefði orðið fyrir skoti úr haglabyssu. Gísli lést af sári sínu. Mennirnir eru allir íslenskir sjómenn sem bjuggu og störfuðu í þorpunum Gamvik og Mehamn. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru auk þess hálfbræður. Gunnar hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan en gæsluvarðhaldsúrskurður þess sem var með honum var felldur úr gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert