Hreinkálfarnir komast vel af

Hreinkálfur. Dýrunum hefur fjölgað.
Hreinkálfur. Dýrunum hefur fjölgað. mbl.is/RAX

Ekkert bendir til þess að vetrardánartíðni hreinkálfa á Austurlandi aukist þótt þeir missi móður sína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Náttúrustofu Austurlands (NA) um frumathugun á vetrarafkomu hreinkálfa.

Vegna gagnrýni á fyrirkomulag hreindýraveiða og óvissu um vetrarafkomu móðurlausra kálfa var NA falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn um haust- og vortalningar 2000-2018, telja hreindýr á öllum veiðisvæðum haustið 2018 og vorið 2019. Eins að meta ástand kálfa að hausti út frá 15 felldum kálfum á veiðitíma 2018. Gögn frá Umhverfisstofnun voru skoðuð til að kanna hvað seinkun á veiðitíma kúa kynni að þýða.

Flestir hreinkálfar eru 9-13 vikna gamlir í upphafi veiðitíma. Þá hefur dregið mikið úr mjólkurþörf þeirra. NA bendir m.a. á að þrátt fyrir aukinn veiðikvóta til að stemma stigu við fjölgun hreindýra fjölgaði þeim úr 3.000 í 7.000 á árunum 2000 til 2018. Það bendir til að náttúruleg afföll séu minni en stofnlíkön gerðu ráð fyrir. Samanburður á afkomu kálfa fyrir og eftir kálfafriðun 2010 bendir ekki til þess að hærra hlutfall móðurlausra kálfa auki vetrardánartíðni þeirra almennt, að því er fram kemmur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert