Stormasamur sunnudagur framundan

Varað er við stormviðri á öllu landinu á sunnudag.
Varað er við stormviðri á öllu landinu á sunnudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu vegna storms eða roks frá kl. 11 á sunnudag og fram til kl. 11 á mánudag. Vindur mun blása úr suðaustri og gengur veðrið fyrst inn á Suðvesturland.

Samkvæmt því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, eða á bilinu 30-38 m/sek. Þá er því spáð að talsverð rigning verði um landið sunnanvert.

Búist er við að það lægi á suðvestanverðu landinu á sunnudagskvöld, en ekki fyrr en á mánudagsmorgun á Norðausturlandi.

Hvasst í kvöld líka

Hvasst verður á suðvesturhorni landsins í kvöld og nótt.
Hvasst verður á suðvesturhorni landsins í kvöld og nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms eru líka í gildi um sunnanvert landið í kvöld.

Vegfarendur hafa verið varaðir við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum, sem gætu skapað varasamar akstursaðstæður, þar sem hálka er einnig á vegum.

mbl.is