Gönguþveranir og þrengingar við Hagatorg í Vesturbæ

Hagatorg.
Hagatorg. mbl.is/RAX

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur sl. mánuði og hafa þær nú tekið á sig mynd.

Er meðal annars búið að þrengja akstursleið ökutækja um hringtorgið, koma fyrir gönguþverunum á tveimur stöðum og strætóskýli skammt frá aðalinngangi Hótels Sögu.

Skýlið stendur á nýju hellulögðu svæði sem teygir sig inn á gömlu akstursleiðina um hringtorgið.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir framkvæmdirnar í takt við íbúakosningu og að nú sé verið að kjósa um hvað gera eigi við torgið sjálft. „Það er ekki búið að útfæra þetta alveg, en þarna gæti komið einhver gróður eða bætt nýting fyrir svæðið,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »