Vélin lent á Grænlandi

Varðskipið Absalon undirbýr brottför í Reykjavík vegna útkallsins.
Varðskipið Absalon undirbýr brottför í Reykjavík vegna útkallsins. Ljósmynd/Aðsend

Flugvélin sem missti mótor á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands er lent heilu og höldnu. Þetta staðfestir Landhelgisgæsla Íslands í samtali við mbl.is. Vélin sem um ræðir er tveggja hreyfla og var flugmaður einn um borð.

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands hefði verið gert viðvart um að tveggja hreyfla vél væri í vandræðum á leið sinni til Grænlands. Í kjölfarið var danska varðskipið Absalon sett í viðbragðsstöðu. Hópur Íslendinga var þá um borð í skipinu og var þeim gert að yfirgefa það svo skipið gæti lagt úr höfn í Reykjavík án tafar.

Á þessari stundu er ekki vitað hvað varð til þess að flugvélin missti afl á öðrum mótor. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er flugvélin af gerðinni Cessna 337.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert