Ingvar tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ingvar E. Sigurðsson hefur verið tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Ingvar E. Sigurðsson hefur verið tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Ljósmynd/Join Motion Pictures

Ingvar E. Sigurðsson hefur verið tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. Verðlaunaafhendingin fer fram í Berlín 7. desember. 

Auk Ingvars fengu fimm aðrir evrópskir leikarar tilnefningar: Antonio Banderas, Jean Dujardin, Pierfrancesco Favino, Levan Gelbakhiani og Alexander Scheer. 

Ingvar hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í myndinni og hefur hann unnið til þrennra verðlauna fyrir hlutverk sitt síðan myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en Ingvar vann einmitt verðlaun á þeirri hátíð. 

Hvítur, hvítur dagur hefur samtals unnið til níu verðlauna, en kvikmyndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2020. 

Ingvar var einnig tilnefndur til Evrópsku kvikmyndarverðlaunanna árið 2000 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson, en þá hlaut hann áhorfendaverðlaunin fyrir frammistöðu sína. 

Björk Guðmundsdóttir er eini Íslendingurinn sem hefur unnið til leikaraverðlauna á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum fyrir hlutverk sitt í Dancer in the Dark eftir Lars von Trier árið 2000.

Tilnefningar í flokki leikara í aðalhlutverki.
Tilnefningar í flokki leikara í aðalhlutverki. Ljósmynd/Join Motion Pictures.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert