Ístak bauð lægst í brúarsmíðina

Steinavötn. Fyllt að stöplum brúarinnar eftir skemmdir í flóðum árið …
Steinavötn. Fyllt að stöplum brúarinnar eftir skemmdir í flóðum árið 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ístak hf., Mosfellsbæ átti lægsta tilboðið í vegagerð í Suðursveit í Öræfum, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 5. nóvember. Þessi vegagerð er hluti af átaki til að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi.

Enn eru 36 einbreiðar brýr á Hringveginum, langflestar á Suður- og Suðausturland, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa framkvæmd í Morgunblaðinu í dag.

Verkið felst í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn (102 metrar) og Fellsá (46 metrar) ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og -vegi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »