Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 við Öskju

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur jarðskjálftahrina staðið …
Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur jarðskjálftahrina staðið yfir á svæðinu frá því á fimmtudag, en skjálftinn í kvöld var sá stærsti í hrinunni hingað til. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, varð við Öskju norðan Vatnajökuls kl. 21:36 í kvöld og nokkrir minni skjálftar mældust í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi á Veðurstofu Íslands hefur jarðskjálftahrina staðið yfir á svæðinu frá því á fimmtudag, en skjálftinn í kvöld var sá stærsti í hrinunni hingað til.

Engin merki eru um að óvenjulegur órói sé á svæðinu, jarðskjálftahrinur eiga sér stað í grennd við Öskju af og til, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert