Setja 100 milljónir til landtengingar skipa

Dettifoss í Sundahöfn. Landtengingar skipa verða teknar upp.
Dettifoss í Sundahöfn. Landtengingar skipa verða teknar upp. mbl.is/Árni Sæberg

Í fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 100 milljóna króna framlagi til að mögulegt verði að tengja skip í Sundahöfn raforkukerfinu í landi.

Gert er ráð fyrir 50 milljónum í háspennubúnað við Sundabakka(Eimskip) og 50 m.kr. í háspennubúnað við Vogabakka (Samskip) í fjárhagsáætluninni. Þar kemur fram að allmikið magn upplýsinga liggi nú fyrir um möguleika á háspennutengingum fyrir stærri skip og raunhæft að ætla að unnt sé að setja upp búnað fyrir flutningaskip Eimskips og Samskipa.

Samstarf við skipafélögin

Ef háspennutengingar við Sundabakka og Vogabakka væru fyrstu skrefin í þessari þróun þyrfti að liggja fyrir vilji skipafélaganna að útbúa skip sín þannig að þau gætu tekið við tengingum. Enn fremur þurfi að liggja fyrir með hvaða hætti Veitur myndu koma að þessu verkefni. Á grundvelli samstarfs framangreindra aðila mætti sækja um framlag úr Loftslagssjóði, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »