Þorsteinn fluttur á Litla-Hraun

Fangelsið að Litla-Hrauni.
Fangelsið að Litla-Hrauni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn Halldórsson, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar síðasta vor fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega gegn unglingspilti, var í gær fluttur í fengelsið á Litla-Hrauni en hann hafði áður verið í opna fangelsinu að Sogni.

Fjallað er um þetta í Fréttablaðinu í dag en samkvæmt heimildum blaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins að Sogni um notkun á fjarskiptatækjum. Haft er eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, að hann geti ekki tjáð sig um málegni einstakra fanga. Ekki sé óalgengt að fangar séu fluttir á milli fangelsa.

Þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé hins vegar haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, þar á meðal um notkun tölvu og farsíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert