Spáð hraustlegum stormi í dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Hraustlegur stormur gengur yfir landið í dag, fyrst suðvesturhornið upp úr hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Með vindinum fylgir talsverð rigning á suðaustanverðu landinu. Bent er á að gular viðvaranir séu í gildi um allt land, nema á Vestfjörðum, og er fólk hvatt til að fara að öllu með gát ef ferðast er á milli landshluta sem og að huga að hlutum sem geta fokið.

Það dregur úr veðrinu í kvöld á suðvesturhorninu en áfram verður hvasst nauðaustantil á landinu fram eftir nóttu. Útlit er fyrir mun hægari vind á morgun, en þó mun allhvass vindur blása um austanvert landið með talsverðri úrkomu á suðausturlandi.

Þegar kemur fram á þriðjudag lægir í öllum landshlutum og dregur einnig úr úrkomu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert