Áfram í varðhaldi vegna tilraunar til manndráps

Gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og jafnvel tilraun til manndráps gegn unnustu sinni, hefur verið framlengt til 6. desember næstkomandi.

Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

Maðurinn var handtekinn 7. október síðastliðinn og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan. Samkvæmt frétt Vísis er krafa um gæsluvarðhald byggð á grundvelli almannahagsmuna, hann sé hættulegur öðru fólki. Manninum er gefið að sök að hafa barið unnustu sína ítrekað, tekið hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihníf. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað henni.

Verktaki upplifir hótanir og skemmdarverk af hálfu íbúa

Árásin átti sér stað í gámum úti á Granda, sem eru úrræði Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla. Maðurinn á jafnframt að baki dóm fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu.

Fjallað er um á vef RÚV í dag að starfsmenn Þingvangs, sem vinna að því að reisa hverfisbækistöð Reykjavíkurborgar að Fiskislóð, hafi upplifað líflátshótanir og skemmdarverk af hálfu skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar sem þar búa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert