Dusty nýir deildarmeistarar í LOL

Keppendur og lýsendur einbeittir í sal 1 í Háskólabíói í …
Keppendur og lýsendur einbeittir í sal 1 í Háskólabíói í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi rafíþróttaáhugamanna lagði leið sína í sal 1 í Háskólabíói í gær og fylgdist með liðinu Dusty sigra lið FH í tölvuleiknum League of legends í úrslitum Lenovo-deildarinnar.

Kom sigur Dusty mönnum ekki á óvart en fyrir keppni hafði liðið verið talið sigurstranglegra en lið FH. „Dusty vann en FH kom á óvart og gaf góða mótspyrnu,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands.

Um var að ræða úrslitakvöldið í Lenovo-deildinni, en bæði var keppt í tölvuleiknum League of legends (LOL) og Counterstrike: Global offensive (CS:GO).

Dusty tefldi einnig fram liði í úrslitarimmunni gegn liðinu Seven í CS:GO en úrslit í þeirri viðureign lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld.

„Sunnudagurinn 10. nóvember er risastór dagur í rafíþróttum hér á Íslandi og úti í heimi,“ sagði í tilkynningu frá Rafíþróttasamtökum Íslands en á sama tíma og keppt var um deildarmeistaratitilinn í LOL hér var keppt um heimsmeistaratitilinn í París, þar sem kínverska liðið Sunplus Phoenix bar sigur af hólmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert