„Hver fundur færir okkur nær lausn“

Um var að ræða fyrsta fund samninganefnda féleganna eftir fyrstu …
Um var að ræða fyrsta fund samninganefnda féleganna eftir fyrstu vinnustöðvun Blaðamannafélagsins síðastliðinn föstudag. mbl.is/​Hari

„Fundi lauk núna síðdegis og Samtök atvinnulífsins munu hitta hluta samninganefndaraftur á morgun og síðan er fundur boðaður hjá ríkissáttasemjara á nýjan leik á fimmtudag,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund með Blaðamannafélagi Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag.

Um var að ræða fyrsta fund samninganefnda féleganna eftir fyrstu vinnustöðvun Blaðamannafélagsins síðastliðinn föstudag.

Aðspurður hvað farið hefði fram á fundinum segist Halldór Benjamín bundinn trúnaði. „En við erum að tala saman og hver fundur færir okkur nær lausn. Það eina sem ég get sagt er að við hittumst á morgun og á fimmtudag og við vonum að það leiði til einhvers góðs.“

Kjara­samn­ing­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands við fjöl­miðlafyr­ir­tæk­in fjög­ur sem standa inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Árvak­ur, Sýn, Rík­is­út­varpið og Torg, runnu út 1. janú­ar og var kjaraviðræðum vísað til rík­is­sátta­semj­ara í lok maí­mánaðar.

Fé­lags­menn Blaðamannafélagsins samþykktu vinnu­stöðvun með at­kvæðagreiðslu í lok októ­ber og fór sú fyrsta fram föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber. Þá hafa vinnu­stöðvan­ir verið boðaðar föstu­dag­ana 15. og 22. nóv­em­ber og loks fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber, að því gefnu að ekki tak­ist að semja.

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert