Kaupmáttur launa fer enn vaxandi

mbl.is/hag

Kaupmáttur launa fer enn vaxandi. Í september var hann 1,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Frá ársbyrjun 2015 hefur kaupmáttur hækkað um rúm 26%. Kemur þetta fram í Hagsjá Landsbanka Íslands.

Ekki eru sjáanleg merki um launaskrið nú þegar sjö mánuðir eru liðnir frá gerð lífskjarasamninganna sl. vor, þótt lægstu laun hafi hækkað mest.

„Síðustu tölur um þróun launavísitölunnar eru mjög ánægjulegar því launastefna lífskjarasamningsins birtist í þeirri mælingu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í umfjöllun um kaupmáttinn í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að launavísitala sýni að launaskrið sé nánast ekkert yfir miðgildi launa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert