Tekur ákveðna stíflu úr

Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.
Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta tekur ákveðna stíflu úr. Annað gæti mögulega farið að ganga í kjölfarið,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu, um ramma að samkomulagi sem BSRB hefur gert við samninganefnd ríkisins um styttingu vinnutíma dagvinnufólks.

Ekki fæst uppgefið hvað felst í samkomulaginu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, tekur fram að samkomulagið sé gert með þeim fyrirvara að samningar takist um önnur mál sem undir eru í samningsgerðinni.

Samninganefnd BSRB vinnur nú að samningum við aðra viðsemjendur um málið, það er að segja Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og fleiri. Á forystumönnum BSRB er að heyra að ekki ætti að vera flókið mál að ljúka því.

Getur leitt til aukins kostnaðar

Næsta verkefni samninganna er að ljúka viðræðum um vinnutímastyttingu vaktavinnufólks. Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að það sé flóknara verkefni sem fleiri þurfi að koma að og nefnir í því sambandi stofnanir í heilbrigðiskerfinu og löggæslumálum. Hann segir að stytting vinnutíma vaktavinnufólks geti leitt til kostnaðarauka. Eigi að síður vilji samninganefnd ríkisins vinna markvisst að lausn á því máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert