Á slysadeild eftir árekstur á Sæbraut

Árekstur tveggja bíla varð á mótum Sæbrautar og Klettagarða um áttaleytið í morgun. Einn var í hvorum bíl og var annar þeirra fluttur á slysadeild með minni háttar áverka. Umferðartafir hafa verið á svæðinu í morgun vegna þessa.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var þeirri akstursleið, sem liggur í átt að miðborginni, lokað tímabundið.

Hún hefur nú verið opnuð aftur, lögregla stýrir nú umferðinni og er búist við því að hún komist fljótlega í samt lag.

mbl.is