Birtir 30 þúsund skjöl um Samherja

Af Twitter-síðu Wikileaks.
Af Twitter-síðu Wikileaks. Mynd/Skjáskot

Wikileaks hefur birt yfir þrjátíu þúsund skjöl frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi rekstrarstjóra Samherja í Namibíu. Skjölin eru frá árunum 2010 til 2016 og snúast um viðskipti Samherja í landinu.

Á vef Wikileaks kemur fram að gagnalekinn innihaldi þúsundir skjala og tölvupóstsamskipti starfsmanna Samherja. Þetta er fyrri skammtur gagna af tveimur sem innihalda upplýsingar um fyrirtækið.

Síðari skammturinn verður birtur eftir tvær til þrjár vikur.

mbl.is