Fallið frá ferðaþjónustuskatti og urðunarskattur frestast

Til stendur að fresta innheimtu áformaðs urðunarskatts.
Til stendur að fresta innheimtu áformaðs urðunarskatts. mbl.is/Styrmir Kári

Fallið er frá áformum um 2,5 milljarða króna skattlagningu á ferðaþjónustu og urðunarskatti frestað á meðan unnið er að útfærslu á innheimtu, samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við 2. umræðu fjárlaga sem hefst í dag.

Endurmat á áætlun um tekjur ríkissjóðs leiðir til þess að lagt er til að tekjurnar verði lækkaðar um 10,4 milljarða. Þar munar mest um lakari horfur í nýrri þjóðhagsspá sem gerir ráð fyrir minni hagvexti. Skattar á tekjur og hagnað lækka og vegur þyngst lækkun á tekjuskatti fyrirtækja vegna minni hagnaðar.

Fjárveiting til nýbyggingar Landspítalans verður 3.500 milljónum minni á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Aftur á móti hækka framlög til ábyrgðarsjóðs launa og fæðingarorlofssjóðs vegna vanáætlunar. Breytingartillögurnar leiða til þess að afkoma ríkissjóðs versnar um 10 milljarða, verður neikvæð um 9,7 ma., að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert