Hlíðaskóli fagnaði sigri í hæfileikakeppni Skrekks

Hlíðarskóli sigrar á úrslitakvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu.
Hlíðarskóli sigrar á úrslitakvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu. mbl.is/​Hari

Nemendur úr Hlíðaskóla hlupu fram á svið Borgarleikhússins og fögnuðu af miklum tilfinningahita þegar tilkynnt var um sigurvegara á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Listrænt atriði þeirra hafði sigrað. Árbæjarskóli sem sigraði í fyrra varð í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja.

Á þriðja hundrað ungmenna úr átta grunnskólum Reykjavíkur komu fram á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi og flutti hver skóli frumsamið listatriði fyrir framan fullan sal af hvetjandi áhorfendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »