Kínverskar „glansmyndir“ fjarlægðar

Frá sýningunni á Háskólatorgi.
Frá sýningunni á Háskólatorgi. Ljósmynd/Aðsend

Veggspjöld sem sögð eru eiga að fagna 70 ára afmæli kínverska alþýðulýðveldisins og kínverskri menningu hafa verið tekin niður af veggjum Háskólatorgs í Háskóla Íslands. Nemendur kvörtuðu yfir þeim og sögðu spjöldin draga upp villandi glansmynd af Kína.

Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ, staðfestir við mbl.is að nemendur hafi kvartað vegna veggspjaldanna bæði við Stúdentaráð og rektor og því hafi veggspjöldin verið fjarlægð.

Nemendur hafi lýst óánægju sinni með veggspjöldin. Ljósmynd/Aðsend

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós fékk leyfi til að setja sýninguna umdeildu upp á Háskólatorgi en tilgangur stofnunarinnar er sagður vera að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um tungu, menningu og samfélag Kína, að því er fram kemur á vef samtakanna.

mbl.is