Lögreglan leitaði ekki tilboða

Umhverfisstofnun samdi við Attentus, en leitaði ekki tilboða.
Umhverfisstofnun samdi við Attentus, en leitaði ekki tilboða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitaði ekki tilboða þegar embættið keypti þjónustu af fyrirtækinu Attentus - mannauð og ráðgjöf. Fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að Umhverfisstofnun hefði ekki leitað tilboða vegna viðskipta við Attentus.

Starfsemi Attentus hefur verið til umfjöllunar undanfarnar vikur vegna viðskipta við Vinnueftirlitið.

Vinnueftirlitið leigði mannauðsstjóra hjá Attentus en sá var látinn hætta vegna óánægju starfsmanna eftirlitsins.

Attentus á ekki aðild að rammasamningum Ríkiskaupa. 

Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta fimmtudag að þegar ríkisstofnanir kaupa þjónustu utan rammasamnings sé þeim skylt að leita tilboða frá minnst þremur aðilum.

Nánar verður fjallað um viðskipti Attentus við ríkisstofnanir í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is