3.400 skiptu með sér 100 milljónum

Happdrætti Háskóla Íslands.
Happdrætti Háskóla Íslands.

Tæplega 3.400 miðaeigendur skiptu með sér rúmum 100 milljónum króna eftir nóvemberútdrátt Happdrættis Háskóla Íslands sem fram fór í gærkvöldi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Milljónaveltan gekk ekki út og verður því þreföld í desember. Þá verður einungis dregið úr seldum miðum og því ljóst að einn heppinn miðaeigandi mun örugglega hreppa 30 milljónir króna í Milljónaveltunni. Það er því til mikils að vinna og eins gott að tryggja sér miða til að eiga möguleika á stærstu jólagjöfinni þetta árið,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert