Frú Lauga er á lausu

Hin vinsæla verslun við Laugalæk er til sölu. Verslunin hefur …
Hin vinsæla verslun við Laugalæk er til sölu. Verslunin hefur verið rekin við góðan orðstír frá sumrinu 2009. Verðið er sagt vera sanngjarnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Frú Lauga hefur þurft að ganga í gegnum sín vandamál eins og aðrir og nú er tímabært að einhver annar taki við boltanum,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri bændamarkaðarins Frú Laugu við Laugalæk.

Eigendur Frú Laugu hafa ákveðið að selja verslunina. Á Facebook-síðu hennar segir að um skemmtilegt tækifæri sé að ræða fyrir matgæðinga, samheldin hjón eða vini til að eignast eigin verslun.

Elías rekur Fisherman á Suðureyri og við Hagamel í Reykjavík. Hann segir að Björg Bergsveinsdóttir, einn af stofnendum og núverandi eigandi Frú Laugu, sé með sér í rekstri Fisherman og þau ætli að einbeita sér að þeim rekstri. „Verðið er mjög sanngjarnt. Þetta eru engar skýjaborgir,“ segir Elías í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert