Ráðist í endurbætur við gatnamót í Garðabæ

Hraunsholtslækur. Stefnt er að því að leiða lækinn í undirgöngum …
Hraunsholtslækur. Stefnt er að því að leiða lækinn í undirgöngum við stíg. mbl.is/Ómar

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að veita Vegagerðinni leyfi til framkvæmda vegna breikkunar og endurbóta á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífilsstaðaveg og Lyngás ásamt gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð við Hraunsholtslæk.

Einnig er um að ræða framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Vífilsstaðavegi milli Hafnarfjarðarvegar og Litlatúns og gerð hringtorgs við Litlatún.

Verkið boðið út fljótlega

Fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar til bæjarins að stefnt sé að því að bjóða þessar framkvæmdir út í þessum mánuði. Þá er stefnt að því að þeim verði lokið haustið 2020.

Tilgangur þeirra er að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð af hliðarvegum í Garðabænum inn á Hafnarfjarðarveg, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert